Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2021

Atvinnuviðtöl

Það er tvennt í stöðunni.

1. Enginn persónuleiki 2. Segja eitthvað óviðeigandi

Ég man þegar við héldum að atvinnuviðtöl væru erfið. Það var áður en við kynntumst rafrænum atvinnuviðtölum.

Hvernig má það vera að persónuleikinn bara hverfur á sekúndunni sem zoom opnast??? Það er eins og maður gleymi því hver maður er. Gallar? Kostir? Framtíðarmarkmið? Slökum á. Ég man ekki einu sinni hvað ég heiti lengur. 

Ég gæti ekki bent á manninn sem tók viðtalið við mig  á zoom í morgun þó það lægi milljarður undir. Maður starir bara á sjálfan sig allan tímann. "Af hverju er toppurinn minn svona skrítinn? Djöfull er ég samt sæt. Er ég kannski of fín? Þessi augnskuggi er samt að looka..."...Úps hann spurði að einhverju. Jæja. Þá er kominn tími til að spinna.

Ég held ég ljúgi aldrei jafn mikið og í atvinnuviðtali. Ég er reyndar hraðlygin almennt. Ég lýg ekki á ferilskránni. En þegar ég kemst í viðtal. Þá fer flæðið gjörsamlega á fullt. Ekki viljandi. Ég er í einhvers konar rofi. Hálftíma eftir viðtalið ranka ég við mér. 

Ég held að first impressions almennt séu bara ekki my thing. Það er allt í lagi. Ég reyni að sætta mig við það. Ég verð svo spennt. Haga mér eins og krakki. EÐA. Er alveg þögul. Það er ekkert þarna á milli.

Þetta er svo mikið love hate dæmi. Maður elskar að fá viðtalið. Viðurkenninguna. En allt eftir tilkynningu um atvinnuviðal er blurrað tímabil þangað til maður fær höfnun eða starf. 

 


The smaller the town - The bigger the wedding

Rakija er staup frá Makedóníu. Við fengum staup fyrir og eftir mat. Maður á ekki að skella þessu í sig heldur súpa. Þó það sé borið fram í skotglasi. Algengur misskilningur. Minnir á Grappa.

Marija og Bojan buðu í grill á laugardaginn. Þau eru frá Makedóníu. Þau sögðu okkur frá brúðkaupinu sínu. Þau þurftu að heilsa hverjum gesti með þremur kossum og myndatöku. Gestirnir voru 350. Þau voru í tvær og hálfa klukkustund að taka á móti gestum áður en veislan sjálf byrjaði. 320 manns voru af gestalista foreldra þeirra. Þau fengu bara að bjóða þrjátíu. Allt þorpið mætti, bakarinn, rakarinn, kaupmaðurinn og hverfisróninn. Þau þekktu fæsta. Þess vegna héldu þau annað brúðkaup stuttu seinna. Fyrir vini sína.

Þau voru að fá landvistarleyfi. Við skáluðum fyrir því. 

Sænsk "bjúrókrasía" er sér kapítuli fyrir sig. Eitt blogg nægir ekki til þess að taka á því fyrirbæri. Við Ásgeir erum heppin að þurfa aðeins að díla við skatteverket. Þau þurftu að díla við innflytjendastofnun líka. 

Lítið einfalt dæmi: Ég þurfti að borga fyrir umsóknina mína fyrir sænsku ID korti  af sænskum bankareikingi. Til þess að vera með sænskan bankareikning þarf ég að vera með sænskt ID kort. 

Okkur finnst gjarnan skorta hyggjuvit í bjúrókrasíuna hér. 

Annars allir að komast í páskagírinn.

 

Eitt: Er Ellen Degeneres ennþá að dansa í þáttunum sínum? Hvað finnst okkur um það?

 


Ostamjaðmir og olnbogasigg

Äter du mycket ost eller?

Þetta sagði nuddkonan þegar hún byrjaði að nudda mjaðmirnar mínar. Ég þurfti að biðja hana um að endurtaka spurninguna. Var hún að spyrja hvort ég borðaði mikinn ost? Stundum misskilur maður neflinlega svona á nýju tungumáli. Til dæmis er bæs (eins og að bæsa húsgögn) bajs á sænsku. Það þýðir kúkur. Ég bað hana þess vegna að endurtaka sig og jú, ég heyrði rétt.

Ég vildi fá djúpt nudd til að vinna á meiðslum. Djúpt nudd fékk ég og meira til.

Ja, jag känner att du gillar ost.. 

Ég lá á bekknum á brókunum einum fór að hugsa um neyslu mína á osti.

"Þú þarft að borða minni ost, þú ert kannski grönn en þú ert með fitu hér. Það er osturinn".

Hún sagði þetta móðurlega eins og að hún þyrfti að segja mér þetta. Ég fór að hugsa. Ég borðaði hamborgara í kvöldmat í gær... Buffið var fetaostur. Ég elska ostapizzu.. já jújú ég borða mikinn ost.... Hún hélt áfram að nudda. Ég lá þarna á bekknum. Hún byrjaði að nudda lærin. Það var örstutt þögn og svo heyrðist

".....það er appelsínuhúð. Það er líka osturinn"

Jú við erum að tala um cheddar, feta, mozzarella, parmesan, havarti og you name it. Ég elska þá alla.

Nei ég elskaði þetta ekki.. Og mig langar ekki að hætta að borða ost. En ég pantaði annan tíma. Hata ég mig? Kannski. Elska ég að láta gagnrýna mig? Kannski. Fyrst og fremst var nuddið samt geggjað. Svona þegar athugasemdirnar eru teknar til hliðar. Það var líka svo ódýrt. 

Hún sagði mér líka að bera fótakrem á olnbogana mína og alls ekki leggja olnbogana á borð. Það myndast annars sigg. Tekur bara 3 vikur að koma þessu í lag.

Ég er að fara í hádegismat og ætla að fá mér salat með mozzarella. JÁ ÞAÐ ER OSTUR Í SALATINU SO WHAT?

Ætli ég verði ekki skömmuð fyrir það næst.

Ég elska að refsa mér 


Lausnin

Ísland: 27 smit í gær. Hertar aðgerðir. 

Svíþjóð: 7662 smit í gær. Tívolíið opnar í næstu viku.

Kannski viðeigandi því þetta Covid er einskonar rússíbani. Nema ekki skemmtilegur. Bara hræðilegur, fer hægt, er ljótur og eitthvað smá bilaður. Ískrar í honum. Það er tyggjó í sætinu. Og maðurinn í sætinu fyrir aftan mann ælir yfir allt.

Ég hef því ákveðið að skrifa bloggfærslu og leysa þetta mál:

Þetta Covid dæmi. Eitt ár, ok ég reyni. Tvö ár. Ekki neitt ok. Niðurstaða: Þessu þarf að ljúka

Nú er ég korter í að gefa skít í þetta. 

Takk fyrir í dag.

 


Bongó

Du har tjock hud, eller hur? Ég sat á stuttermabol fyrir framan Sorello kaffibarinn í húsinu. Ég sagðist vera frá Íslandi. Hann hló. Mér var í alvöru heitt. Sól, skjól og níu gráður. Ég segi bara svaladrykk á mig og ég er farin úr að neðan líka. Það er steikjandi. Takk fyrir pent

Ég er alltaf að vona að eigendurnir á Sorellos þekki okkur Ásgeir. Þau kannast pottþétt við okkur. Þau vita að við komum oft. En ég er að vona að þau spyrji um nöfn bráðlega. Svona svo það verði eins og í bíómynd. Við löbbum inn á kaffihúsið...

"Samma som vanligt Sara och Ásgeir?" 

"Du känner oss ;)" 

Svo kemur fólk í heimsókn til okkar og við eitthvað, þið veeerðið að koma með okkur á þetta æðislega kaffihús í byggingunni okkar. Alveg æði. Besta kaffið í bænum. Ekki spurning. Við erum alltaf þarna. Þetta er svo heimilislegt allt. Æðislegt. Það er alltaf sól fyrri part dags og bara ji það er svo æði. 

Svo koma gestirnir á kaffihúsið og eru bara vá hvað þetta er æði. Ji þetta er draumur. Lífið er svo æði í Stokkhólmi. Við bara, já segðu og allir þekkja einhvern veginn alla. Bara eins og hér á Sorello. Þau bara vita meira að segja hvað við heitum þetta er svo heimilislegt. Alveg.

Sama plan var með Löwenbrau en við erum ekki alveg að stunda þann stað nóg. Bjórinn er líka aðeins of dýr. Svona miðað við. Ef þú kemur í heimsókn þá munum við samt pottþétt taka þig þangað. Þetta er bara tímaspursmál. 

Ég ætla að segja að vorið sé komið í Stokkhólmi. Hvort sem maður er með tjock hud eða ekki

Jebsi pepsi

Fórstu að kíkja á eldgosið? Er það æði? 

 

 

 

 

 


IS

Tjena allihopa!

Mánudagskvöld. Ásgeir á sinni fyrstu næturvakt og stelpan ein í kotinu. Hann er að standa sig. Talar sænsku alla daga og bjargar mannslífum. Ég passa hunda. Við gefum öll til samfélagsins á einn eða annan hátt. 

Ég mætti á æfingu áðan (humble brag). Ég var bara, jæja nú spyrja þær um eldgosið. Komið með það... Ekkert. Nei ekkert. Það er enginn að spá í því. Enginn. Nema við, Íslendingar. Við erum svo stór. Eða okkur finnst það.

Stundum þoli ég ekki að vera íslensk. Stundum elska ég það. Stundum hugsa ég hvort það skipti nokkru máli. EN..það skiptir máli. Því ég er með íslenskan passa. Ég beið um daginn í röð fyrir utan Arbetsformedlingen í klukkutíma. Ég fékk svo að heyra að ég hefði ekki þurft að bíða í röð. Ég er neflinlega frá Íslandi. Mér misbauð. "Hvurslags óréttlæti og mismunun. Hvernig heimi búum við eiginlega í? Ég er ekkert merkilegri en fólkið hérna úti?! Ég tek ekki þátt í þessu rugli, ég get allt eins beðið í röð líkt og fólkið hér fyrir utan!"

Næst, þá fór ég fram fyrir röðina. Það var mjög kalt. Ég var bara "jess".... og beint inn. Erfitt að viðurkenna

En það er svona..

Ákveðinn mánudagur í fólki að reflecta. Annars góð helgi að baki 

Hvort myndiru frekar vilja 

A. Þurfa að borða sama rétt í öll mál í eitt ár 

B. Geta ekki heyrt eða greint tónlist næstu 5 mánuðina (út ágúst)

 

 


Laugardagskvöld

Augnskuggar - rauður, gulur, gylltur og glimmer appelsínugulur. All in. 

"Celin Dion Fan Klúbburinn" fór út að borða. Okkur var út sópað út klukkan 20.30. Ekki útaf dólgslætum. Hér lokar allt á þeim tíma. Helstu trendin í Stokkhólmi voru rædd. Meðal annars pjöllupúður. Jú það er eins og það hljómar. Púður á pjölluna. Ég fékk kokteil sem lyktaði eins og grill. Réttirnir voru mjög litlir. Sko mjög. Þetta var ægilega hipp allt saman. 

Í nammibarnum á Coop á heimleiðinni hugsaði ég með mér..

Að vera sveitt af dansi. Að olnboga sig í gegnum hóp af fólki. Að kaupa bjór en þegar maður kemst til baka að borðinu sínu er aðeins hálfur bjórinn eftir útaf troðningi. Að bíða í röð fyrir utan skemmtistað og komast inn. Að eiga misheppnaða tilraun í VIP röðinni til að komast inn á skemmtistað. Að tala við ókunnuga. Að fá sér kebab að morgni. 

Ég fyllti stórt box af nammi og rölti heim.

En ég á nýjar vinkonur. Það er gaman. Þær eru skemmtilegar og kúl.


Enn einn sigurinn

Búin að borða. Elduðum kjúlla og hrísgrjón með kimchi. Enn einn sigurinn í eldamennsku á Fridhemsplan.

Í Svíþjóð færðu hrásalat ef þú pantar pizzu. Við vorum ekki að borða pizzu. Ég hugsa bara mikið um þetta. Þetta er ekkert kimchi móðins dæmi. Þetta er bara hrásalat.

PIKKLAÐUR LAUKUR! Frændi hrásalatsins. Frændi sem er betri og meira kúl. Ég gerði svoleiðis um daginn. Ljúffengt. Þegar ég hugsa út í það er hann ekkert skildur hrásalati. 

Yfirleitt róterar maður 4-6 uppskriftum í einu í eldamennsku. Ég festist í ákveðnum réttum. Ég lærði að gera Bibimbap um daginn. Já ég hef nægan tíma. Það var ljúffengt. Enn einn sigurinn. Fyrir þá sem ekki vita. Þetta er kóreskur réttur. Sesam olía út í gegn.

Ég er krydd pía. Góður. Ég elska krydd. Ég gerði mareneringu á kjúklingabringu áðan. Auðvelt og sjúklega gott. Mæli með. Ég fann uppskrift, sem ég breytti. Nú eru margir ringlaðir. Jú, rétt, ég borða ekki kjöt. Ég borða samt kjúkling. Ruglandi. Ég leita meira í kjúkling þegar ég æfi mikið. Eins og núna. (Humble brag)

Hér er lauflétt marinering. Tek fram, það má slumpa. Ég er slumpari. 

  • 1/2 tsk salt
  • 1/4 tsk pipar
  • 1 tsk paprika
  • 1/2 tsk reykt paprika
  • 1/4 tsk cayenne
  • 1/2 tsk hvítlausduft
  • 1/2 tsk laukduft
  • 1/2 tsk timjan
  • 1/2 tsk basilikka
  • 1/2 tsk rósmarín
  • 1/4 tsk steinselja
  • 1/4 af sítrónu og kreista
  • slump af olíu

Ég sé að þetta virkar mikið. Þú þarft bara að eiga krydd. Ef þú ert fullorðin, þá áttu að  eiga krydd á heimilinu þínu. Þú þarft að eiga kryddsafn. Ekki bara season all og aromat. Og helst ekki það - ef út í þá sálma er farið. Krydd endast lengi og gera allan mat betri. Ekki reyna að draga þetta í efa. Þetta er satt. 

En jæja. Semsagt. Blanda saman í skál og svo setja kjúklingabringurnar útí. Á pönnu, hvor hlið ca. 3 mín á háum hita. Ég set mikið smjör. Ég elska smjör. Í Svíþjóð er til eitt sem heitir brennt smjör. ÓMÆGOD. En aftur að uppskriftinni. Setja svo kjúllann í eldfast mót með smjör-kryddleginu sem hefur myndast á pönnunni. ca. 12-15 mín á 215.

Það var svoleiðis, 

Góða nótt


9 og 1/2 tími

Svaf í níu og hálfan tíma í nótt. Vaknaði samt kl.06.20 með Ásgeiri Pétri. Ég gerði cappuccino fyrir okkur. Þetta geri ég á hverjum virkum degi. Gefið mér gullmedalíu. Að sofna snemma og vakna snemma er einhvers konar rjómi af lífinu sem ég er að uppgötva hér í "rútínu óða Svíaríki".

Nú eru flestar vinkonur mínar með barn í maga eða á brjósti. Þær eru margar hverjar að glíma við svefnvandamál eða nýtt svefnmynstur. Þetta hvetur mig til að sofa eins mikið og ég get og njóta þess. Við keyptum nýjar sængur. Sængurnar heita Ebba. Ég hef því myndað hugrenningartengsl milli rúmsins míns og Ebbu Katrínar Finnsdóttur vinkonu minnar. Smá skrítið. 

Ég sendi shout out á mæður og foreldra sem eru að upplifa skertan svefn. Ég held það sé ógeðslega erfitt. Þið komist í gegnum þetta... En líka allir aðrir sem fá lítin svefn útaf veikindum, vinnu, skóla, álagi eða stressi. Það fer neflinlega stundum í taugarnar á mér þegar einhver segist vera þreyttur og er klukkaður með "þú þekkir ekki þreytu fyrr en þú eignast barn". Án þess að gera lítið úr foreldraþreytu að þá er bara hellingur af fólki að glíma við svefnvandamál, andlegt stress eða líkamleg meiðsl og getur ekki sofið. Bara putting it out there. Við þurfum ekkert að bera svefnleysi okkar saman. Það er alltaf jafn glatað.

Góða við atvinnuleysi er að maður getur sofið helling. Alltaf að líta á björtu hliðarnar krakkar. Jájá. svefn er að trenda

Hvort myndiru frekar vilja (inspired by Ingunn Sigríður Árnadóttir)

A. Borða teskeið af hundaælu á hverjum degi í þrjú ár

B. Búa við óbreyttan Covid heim í þrjú ár í viðbót (Ísland er ekki grænt land í þessum leik)

XOXO

 


Stella og Ture

Ég er að passa tvo hunda.

Stella er pulsuhundur. Hún er sassy. Hún pissar af spenningi þegar hún hittir mig eða Ásgeir. Hún er feimin og það tekur hana tíma að kynnast fólki. Eigendur hennar segja að hún elski okkur mest. Hún elskar að fela allt.

Ture er lítil púðla. Hann er meiri hundur. Hann er lifandi bangsi. Hann elskar bolta og hann elskar að tala við fólk, hann elskar bein og finnst gaman að leika.

Hvort myndir þú frekar vilja vera..? 

A. Konungsborin/n og hluti af bresku krúnunni

B. Eiga og reka lítið bílaverkstæði á Stöðvarfirði, reksturinn gengur þokkalega en þetta er smá ströggl. Þú getur tekið einstaka frí og ferðast.

Endilega svarið í athugasemdum.


Næsta síða »

Höfundur

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sara í Stokkhólmi. Ævintýrið, hamfarirnar, og það sem er ekkert áhugavert þar á milli.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband