Leita í fréttum mbl.is

The smaller the town - The bigger the wedding

Rakija er staup frá Makedóníu. Við fengum staup fyrir og eftir mat. Maður á ekki að skella þessu í sig heldur súpa. Þó það sé borið fram í skotglasi. Algengur misskilningur. Minnir á Grappa.

Marija og Bojan buðu í grill á laugardaginn. Þau eru frá Makedóníu. Þau sögðu okkur frá brúðkaupinu sínu. Þau þurftu að heilsa hverjum gesti með þremur kossum og myndatöku. Gestirnir voru 350. Þau voru í tvær og hálfa klukkustund að taka á móti gestum áður en veislan sjálf byrjaði. 320 manns voru af gestalista foreldra þeirra. Þau fengu bara að bjóða þrjátíu. Allt þorpið mætti, bakarinn, rakarinn, kaupmaðurinn og hverfisróninn. Þau þekktu fæsta. Þess vegna héldu þau annað brúðkaup stuttu seinna. Fyrir vini sína.

Þau voru að fá landvistarleyfi. Við skáluðum fyrir því. 

Sænsk "bjúrókrasía" er sér kapítuli fyrir sig. Eitt blogg nægir ekki til þess að taka á því fyrirbæri. Við Ásgeir erum heppin að þurfa aðeins að díla við skatteverket. Þau þurftu að díla við innflytjendastofnun líka. 

Lítið einfalt dæmi: Ég þurfti að borga fyrir umsóknina mína fyrir sænsku ID korti  af sænskum bankareikingi. Til þess að vera með sænskan bankareikning þarf ég að vera með sænskt ID kort. 

Okkur finnst gjarnan skorta hyggjuvit í bjúrókrasíuna hér. 

Annars allir að komast í páskagírinn.

 

Eitt: Er Ellen Degeneres ennþá að dansa í þáttunum sínum? Hvað finnst okkur um það?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sara í Stokkhólmi. Ævintýrið, hamfarirnar, og það sem er ekkert áhugavert þar á milli.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband