Leita í fréttum mbl.is

Body Lotion og Vanillusósa

Vorið er lengi á leiðinni þetta árið í Svíþjóð. Við hinkrum, misþolinmóð. Í gær var tekinn langur göngutúr á þrjóskunni og jakkanum. Úlpan skilin eftir heima. Við búumst við flensu á næstu dögum en þetta var þess virði.

Um daginn fékk ég sendingu. Einn og hálfan líter af body lotioni. Ég hef ekkert verið að panta mér neitt. Ég veit ekki hver er að grínast í mér. Þetta er basic body lotion í risastórum umbúðum. Svona Costco fílingur. Sendingin var póstlögð í Hollandi en er frá apóteki á Spáni. Ef þú sendir mér þetta og ætlar að húðfletta mig, endilega sendu mér sms því mig vantar bara svör. Óvissan er verst.

Einn galli við yndislegu íbúðina okkar, það er engin hjólageymsla. Við lifum það svosem af og hjólunum hefur enn ekki verið stolið. Hins vegar er karfa á hjólinu mínu. Þar er oftar en ekki pakki af vanillusósu þegar ég kem að hjólinu. Ýmist opin eða óopnuð. Alltaf nýr pakki. Sósan fer alltaf beint í ruslið.

Ef þú ert sólginn í vanillusósu þá veistu af þessu. Hjólið mitt er beige litað með körfu, læst við staur á Fridhemsplan. Og jú, líklega með vanillusósu í körfunni. Þú mátt eiga hana. 

Svo megum við náttúrulega ekki koma heim. Bann á Svía. Við erum eldrauð. Við höfum það samt ágætt. Krossum bara fingur að vorið mæti og helst bara sumarið með. Þá erum við í góðum málum. Nóg af body lotioni og vanillusósu. Kallar sumarið á eitthvað annað? Það held ég ekki

Í hvað er fólk annars að nota vanillusósu? 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sara í Stokkhólmi. Ævintýrið, hamfarirnar, og það sem er ekkert áhugavert þar á milli.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband