Leita í fréttum mbl.is

Ostamjaðmir og olnbogasigg

Äter du mycket ost eller?

Þetta sagði nuddkonan þegar hún byrjaði að nudda mjaðmirnar mínar. Ég þurfti að biðja hana um að endurtaka spurninguna. Var hún að spyrja hvort ég borðaði mikinn ost? Stundum misskilur maður neflinlega svona á nýju tungumáli. Til dæmis er bæs (eins og að bæsa húsgögn) bajs á sænsku. Það þýðir kúkur. Ég bað hana þess vegna að endurtaka sig og jú, ég heyrði rétt.

Ég vildi fá djúpt nudd til að vinna á meiðslum. Djúpt nudd fékk ég og meira til.

Ja, jag känner att du gillar ost.. 

Ég lá á bekknum á brókunum einum fór að hugsa um neyslu mína á osti.

"Þú þarft að borða minni ost, þú ert kannski grönn en þú ert með fitu hér. Það er osturinn".

Hún sagði þetta móðurlega eins og að hún þyrfti að segja mér þetta. Ég fór að hugsa. Ég borðaði hamborgara í kvöldmat í gær... Buffið var fetaostur. Ég elska ostapizzu.. já jújú ég borða mikinn ost.... Hún hélt áfram að nudda. Ég lá þarna á bekknum. Hún byrjaði að nudda lærin. Það var örstutt þögn og svo heyrðist

".....það er appelsínuhúð. Það er líka osturinn"

Jú við erum að tala um cheddar, feta, mozzarella, parmesan, havarti og you name it. Ég elska þá alla.

Nei ég elskaði þetta ekki.. Og mig langar ekki að hætta að borða ost. En ég pantaði annan tíma. Hata ég mig? Kannski. Elska ég að láta gagnrýna mig? Kannski. Fyrst og fremst var nuddið samt geggjað. Svona þegar athugasemdirnar eru teknar til hliðar. Það var líka svo ódýrt. 

Hún sagði mér líka að bera fótakrem á olnbogana mína og alls ekki leggja olnbogana á borð. Það myndast annars sigg. Tekur bara 3 vikur að koma þessu í lag.

Ég er að fara í hádegismat og ætla að fá mér salat með mozzarella. JÁ ÞAÐ ER OSTUR Í SALATINU SO WHAT?

Ætli ég verði ekki skömmuð fyrir það næst.

Ég elska að refsa mér 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sara í Stokkhólmi. Ævintýrið, hamfarirnar, og það sem er ekkert áhugavert þar á milli.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband