Leita í fréttum mbl.is

Enn einn sigurinn

Búin að borða. Elduðum kjúlla og hrísgrjón með kimchi. Enn einn sigurinn í eldamennsku á Fridhemsplan.

Í Svíþjóð færðu hrásalat ef þú pantar pizzu. Við vorum ekki að borða pizzu. Ég hugsa bara mikið um þetta. Þetta er ekkert kimchi móðins dæmi. Þetta er bara hrásalat.

PIKKLAÐUR LAUKUR! Frændi hrásalatsins. Frændi sem er betri og meira kúl. Ég gerði svoleiðis um daginn. Ljúffengt. Þegar ég hugsa út í það er hann ekkert skildur hrásalati. 

Yfirleitt róterar maður 4-6 uppskriftum í einu í eldamennsku. Ég festist í ákveðnum réttum. Ég lærði að gera Bibimbap um daginn. Já ég hef nægan tíma. Það var ljúffengt. Enn einn sigurinn. Fyrir þá sem ekki vita. Þetta er kóreskur réttur. Sesam olía út í gegn.

Ég er krydd pía. Góður. Ég elska krydd. Ég gerði mareneringu á kjúklingabringu áðan. Auðvelt og sjúklega gott. Mæli með. Ég fann uppskrift, sem ég breytti. Nú eru margir ringlaðir. Jú, rétt, ég borða ekki kjöt. Ég borða samt kjúkling. Ruglandi. Ég leita meira í kjúkling þegar ég æfi mikið. Eins og núna. (Humble brag)

Hér er lauflétt marinering. Tek fram, það má slumpa. Ég er slumpari. 

  • 1/2 tsk salt
  • 1/4 tsk pipar
  • 1 tsk paprika
  • 1/2 tsk reykt paprika
  • 1/4 tsk cayenne
  • 1/2 tsk hvítlausduft
  • 1/2 tsk laukduft
  • 1/2 tsk timjan
  • 1/2 tsk basilikka
  • 1/2 tsk rósmarín
  • 1/4 tsk steinselja
  • 1/4 af sítrónu og kreista
  • slump af olíu

Ég sé að þetta virkar mikið. Þú þarft bara að eiga krydd. Ef þú ert fullorðin, þá áttu að  eiga krydd á heimilinu þínu. Þú þarft að eiga kryddsafn. Ekki bara season all og aromat. Og helst ekki það - ef út í þá sálma er farið. Krydd endast lengi og gera allan mat betri. Ekki reyna að draga þetta í efa. Þetta er satt. 

En jæja. Semsagt. Blanda saman í skál og svo setja kjúklingabringurnar útí. Á pönnu, hvor hlið ca. 3 mín á háum hita. Ég set mikið smjör. Ég elska smjör. Í Svíþjóð er til eitt sem heitir brennt smjör. ÓMÆGOD. En aftur að uppskriftinni. Setja svo kjúllann í eldfast mót með smjör-kryddleginu sem hefur myndast á pönnunni. ca. 12-15 mín á 215.

Það var svoleiðis, 

Góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sara í Stokkhólmi. Ævintýrið, hamfarirnar, og það sem er ekkert áhugavert þar á milli.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband