Leita í fréttum mbl.is

Laugardagskvöld

Augnskuggar - rauður, gulur, gylltur og glimmer appelsínugulur. All in. 

"Celin Dion Fan Klúbburinn" fór út að borða. Okkur var út sópað út klukkan 20.30. Ekki útaf dólgslætum. Hér lokar allt á þeim tíma. Helstu trendin í Stokkhólmi voru rædd. Meðal annars pjöllupúður. Jú það er eins og það hljómar. Púður á pjölluna. Ég fékk kokteil sem lyktaði eins og grill. Réttirnir voru mjög litlir. Sko mjög. Þetta var ægilega hipp allt saman. 

Í nammibarnum á Coop á heimleiðinni hugsaði ég með mér..

Að vera sveitt af dansi. Að olnboga sig í gegnum hóp af fólki. Að kaupa bjór en þegar maður kemst til baka að borðinu sínu er aðeins hálfur bjórinn eftir útaf troðningi. Að bíða í röð fyrir utan skemmtistað og komast inn. Að eiga misheppnaða tilraun í VIP röðinni til að komast inn á skemmtistað. Að tala við ókunnuga. Að fá sér kebab að morgni. 

Ég fyllti stórt box af nammi og rölti heim.

En ég á nýjar vinkonur. Það er gaman. Þær eru skemmtilegar og kúl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sara í Stokkhólmi. Ævintýrið, hamfarirnar, og það sem er ekkert áhugavert þar á milli.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband