Leita í fréttum mbl.is

IS

Tjena allihopa!

Mánudagskvöld. Ásgeir á sinni fyrstu næturvakt og stelpan ein í kotinu. Hann er að standa sig. Talar sænsku alla daga og bjargar mannslífum. Ég passa hunda. Við gefum öll til samfélagsins á einn eða annan hátt. 

Ég mætti á æfingu áðan (humble brag). Ég var bara, jæja nú spyrja þær um eldgosið. Komið með það... Ekkert. Nei ekkert. Það er enginn að spá í því. Enginn. Nema við, Íslendingar. Við erum svo stór. Eða okkur finnst það.

Stundum þoli ég ekki að vera íslensk. Stundum elska ég það. Stundum hugsa ég hvort það skipti nokkru máli. EN..það skiptir máli. Því ég er með íslenskan passa. Ég beið um daginn í röð fyrir utan Arbetsformedlingen í klukkutíma. Ég fékk svo að heyra að ég hefði ekki þurft að bíða í röð. Ég er neflinlega frá Íslandi. Mér misbauð. "Hvurslags óréttlæti og mismunun. Hvernig heimi búum við eiginlega í? Ég er ekkert merkilegri en fólkið hérna úti?! Ég tek ekki þátt í þessu rugli, ég get allt eins beðið í röð líkt og fólkið hér fyrir utan!"

Næst, þá fór ég fram fyrir röðina. Það var mjög kalt. Ég var bara "jess".... og beint inn. Erfitt að viðurkenna

En það er svona..

Ákveðinn mánudagur í fólki að reflecta. Annars góð helgi að baki 

Hvort myndiru frekar vilja 

A. Þurfa að borða sama rétt í öll mál í eitt ár 

B. Geta ekki heyrt eða greint tónlist næstu 5 mánuðina (út ágúst)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

A

Ragnhildur Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2021 kl. 21:45

2 identicon

sama matinn í 1 ár gmg hjellooo

þrúður guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2021 kl. 21:56

3 identicon

A

Berglind Snorradóttir (IP-tala skráð) 22.3.2021 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sara í Stokkhólmi. Ævintýrið, hamfarirnar, og það sem er ekkert áhugavert þar á milli.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband