Leita í fréttum mbl.is

Stella og Ture

Ég er að passa tvo hunda.

Stella er pulsuhundur. Hún er sassy. Hún pissar af spenningi þegar hún hittir mig eða Ásgeir. Hún er feimin og það tekur hana tíma að kynnast fólki. Eigendur hennar segja að hún elski okkur mest. Hún elskar að fela allt.

Ture er lítil púðla. Hann er meiri hundur. Hann er lifandi bangsi. Hann elskar bolta og hann elskar að tala við fólk, hann elskar bein og finnst gaman að leika.

Hvort myndir þú frekar vilja vera..? 

A. Konungsborin/n og hluti af bresku krúnunni

B. Eiga og reka lítið bílaverkstæði á Stöðvarfirði, reksturinn gengur þokkalega en þetta er smá ströggl. Þú getur tekið einstaka frí og ferðast.

Endilega svarið í athugasemdum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er aö dýrka þetta blogg comback! Gaman að fylgjast með!

Ég vel B, alveg 100%.
En ég er með spurningu fyrir þig á móti:

hvort myndirðu frekar velja 

A) þu værir með 100% mental health en 0% dental health (og nei það er ekki hægt að bjarga því með gervitönnum! Þú þjáist, stanslaus tannpína og vesen)

B) þú værir með 100% dental health en 0% mental health

Snæfríður Sól (IP-tala skráð) 15.3.2021 kl. 08:33

2 Smámynd: Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir

Góð spurning. Þar sem ég þjáist af svo mikilli tannlækna hræðslu myndi ég segja B.

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, 15.3.2021 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sara í Stokkhólmi. Ævintýrið, hamfarirnar, og það sem er ekkert áhugavert þar á milli.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband