Leita í fréttum mbl.is

9 og 1/2 tími

Svaf í níu og hálfan tíma í nótt. Vaknaði samt kl.06.20 með Ásgeiri Pétri. Ég gerði cappuccino fyrir okkur. Þetta geri ég á hverjum virkum degi. Gefið mér gullmedalíu. Að sofna snemma og vakna snemma er einhvers konar rjómi af lífinu sem ég er að uppgötva hér í "rútínu óða Svíaríki".

Nú eru flestar vinkonur mínar með barn í maga eða á brjósti. Þær eru margar hverjar að glíma við svefnvandamál eða nýtt svefnmynstur. Þetta hvetur mig til að sofa eins mikið og ég get og njóta þess. Við keyptum nýjar sængur. Sængurnar heita Ebba. Ég hef því myndað hugrenningartengsl milli rúmsins míns og Ebbu Katrínar Finnsdóttur vinkonu minnar. Smá skrítið. 

Ég sendi shout out á mæður og foreldra sem eru að upplifa skertan svefn. Ég held það sé ógeðslega erfitt. Þið komist í gegnum þetta... En líka allir aðrir sem fá lítin svefn útaf veikindum, vinnu, skóla, álagi eða stressi. Það fer neflinlega stundum í taugarnar á mér þegar einhver segist vera þreyttur og er klukkaður með "þú þekkir ekki þreytu fyrr en þú eignast barn". Án þess að gera lítið úr foreldraþreytu að þá er bara hellingur af fólki að glíma við svefnvandamál, andlegt stress eða líkamleg meiðsl og getur ekki sofið. Bara putting it out there. Við þurfum ekkert að bera svefnleysi okkar saman. Það er alltaf jafn glatað.

Góða við atvinnuleysi er að maður getur sofið helling. Alltaf að líta á björtu hliðarnar krakkar. Jájá. svefn er að trenda

Hvort myndiru frekar vilja (inspired by Ingunn Sigríður Árnadóttir)

A. Borða teskeið af hundaælu á hverjum degi í þrjú ár

B. Búa við óbreyttan Covid heim í þrjú ár í viðbót (Ísland er ekki grænt land í þessum leik)

XOXO

 


Stella og Ture

Ég er að passa tvo hunda.

Stella er pulsuhundur. Hún er sassy. Hún pissar af spenningi þegar hún hittir mig eða Ásgeir. Hún er feimin og það tekur hana tíma að kynnast fólki. Eigendur hennar segja að hún elski okkur mest. Hún elskar að fela allt.

Ture er lítil púðla. Hann er meiri hundur. Hann er lifandi bangsi. Hann elskar bolta og hann elskar að tala við fólk, hann elskar bein og finnst gaman að leika.

Hvort myndir þú frekar vilja vera..? 

A. Konungsborin/n og hluti af bresku krúnunni

B. Eiga og reka lítið bílaverkstæði á Stöðvarfirði, reksturinn gengur þokkalega en þetta er smá ströggl. Þú getur tekið einstaka frí og ferðast.

Endilega svarið í athugasemdum.


Matthilda

Ef þú flytur erlendis - gefðu því allavega eitt ár. Í Covid - er það eitt og hálft ár. Ég fékk þetta ráð á föstudaginn. 

Tyvärr är du inte en av dessa tre, men vi håller gärna kontakt med dig för att se om du skulle kunna passa för något annat projekt vid ett senare tillfälle, när kulturlivet öppnas upp igen.

Ég fékk sem sagt atvinnuviðtal í síðustu viku, JESS! Það var næstum eins og að fá vinnu. Þau tóku viðtöl við 10 manns af 40 umsóknum. Ég er bara ánægð með það og ekkert hissa að það var einhver annar sem var hæfari. En geggjað að fá viðtal.

Þetta var vinna hjá framleiðslufyrirtæki sem gefur út erlendar myndir hér. Ég labbaði inn á skrifstofuna sem var hlaðin DVD diskum á öllum veggjum. Þau gáfu til dæmis út Málmhaus og Þorsta og spurðu mig um íslenska kvikmyndagerð. Ég var með sum svör en annars bullaði ég - viðtalið var á sænsku. Þau eru líka nýbúin að byggja sjálfstætt bíó hér. Þau sögðust kannski ætla að heyra í mér seinna. Flotter

Ég fékk líka atvinnutilboð í síðusta mánuði. Ég sótti ekki um vinnuna. Þessi maður fann numerið mitt í gegnum arbetsformedlingen (sænsku vinnumálastofnun) Hann var með framleiðslufyrirtæki. Hann var að gera bíó. Hann vantaði aðstoðarleikstjóra. Þegar ég mætti bað hann mig strax um að redda aðalleikonu til að leika Matthildu og velti því fyrir sér hvort ég gæti tekið að mér hlutverkið. Hann ætlaði sjálfur að leika í myndinni. Handritið fjallaði um unga stelpu sem var með blæti fyrir því að haga sér eins og lítil stelpa  og mann sem tók hana að sér. Ég ætla ekki að segja að þetta hafi verið klám. En þetta var skrítið. Hann bjó til samning fyrir mig. Ég bað um að fá að taka samninginn heim og hugsa það og hann spurði hvort ég væri að fara að bera þetta undir kærastann. Ég komst að því að fyrirtækið var ekki skráð og ég hefði ekki fengið greitt nema myndin hefði skilað hagnaði. Ég hafnaði tilboðinu. Hann svaraði aldrei þegar ég senti honum póstinn

Annars eru sunnudagar í uppáhaldi Ég legg það ekki í vana minn að leggja mig á daginn. Á sunnudögum hins vegar, þá legg ég mig alltaf. Það er sunnudagssælan.

 

xx


It costs a lot of money to look this cheap - Dolly Parton

Það er laugardagur. Föstudagur í gær og allir hressir. Ekki mikill munur á laugardegi og þriðjudegi í mínu lífi í atvinnuleysi í Stokkhólmi yfirleitt..EN laugardagur er alltaf laugardagur og þessi laugardagur var einstaklega næs.

Fotografiska er búið að opna á ný! Safnið hefur verið lokað frá því að við fluttum hingað eins og önnur opinber rými. Nú er hins vegar búið að búa til kerfi sem vonandi leyfir þeim að opna fleiri söfn eða menningarhús aftur. Við pöntuðum slott á netinu og mættum svo galvösk kl.10.45 í morgun.

Við sáum fjórar sýningar og tvær innsetningar. Mjög ólíkar. Fyrsta sýningin var með myndum frá Sarah Moon - frekar dark og harmræn sýning - hún nær að fanga einhverja fegurð í harminum. (ágætis inspó fyrir mig these days). Á sýningu Matthias A Klum voru þrjár landslagsmyndir frá Íslandi. Ásgeir nefndi hvað hann væri svekktur yfir að hafa ekki farið í fleiri göngur á Íslandi svo við ræddum hvernig við getum komið því í laginn. Við rifjuðum upp Fimmvörðuhálsgöngu 2020 og okkur langar að fara aftur í göngu 2021. 

Á Fotografiska er veitingastaður á efstu hæð. Ég fékk mér súpu sem er besta súpa sem ég hef smakkað á ævinni. Við vorum með útsýni yfir Gröna Lund og stefnum líka á að fara þangað í sumar, ef það opnar. Ásgeir ætlar ekki í rólurnar, sem eru hæstu sinnar tegundar í heimi. Hann ætlar hins vegar í rússíbanann. Ég ætla í öll tæki en ekki bollana. Ég æli alltaf. 

Við fengum okkur svo bjór í Birkistan á megahipp stað. Ég elska að búa í stórborg (þó það sé smá erfitt líka að vera nobody stundum og ekki með vinnu og öllum er sama) EN það er svo næs að vera alltaf að uppgötva nýja staði. 

Nú vorum við að klára kvöldmat. Ásgeir gerði pasta Milanesa. Ég vældi yfir því að vera ekki með plan fyrir haustið og, eins og sést á þessari færslu er í smá laugardags - lífs krísu... en svo fékk ég mat og rauðvínsglas og er bara góð á því aftur. Allt betra eftir gott rauðvínsglas. Ég hljóp líka 15 k í morgun og sló eigið met í hraða. Svo það er eitthvað til að vera stolt af.

Ég enda þetta á kvóti úr Dolly Parton bókinni sem ég keypti á Fotografiska
- The way I see it, if you want the rainbow, you gotta put up with the rain!

Setjið Queen Dolly á fóninn og dansið inn í nóttina

xx


Fyrsta Færslan

Sælir kælir

Ég hef ákveðið að byrja með blogg um líf mitt og Ásgeirs Péturs hér í Stokkhólmi. Hugmyndin er innblásin af Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur, góðvinkonu minni, sem sjálf heldur upppi ferðablogg um ævintýri hennar og vinnu í Finnlandi. Mæli með að tékka á hennar bloggi fyrir áhugasama, hún lenti í hremmingum og festist í Stokkhólmi.

ANNARS

Fjórði mánuðurinn okkar í Stokkhólmi og allir hressir enn sem komið er. Þriðja bylgjan hafin og allt á blússandi siglingu áfram veginn. Enginn með grímur, fólk sést í faðmlögum og heilsast með handabandi. Ásgeir er kominn með tvöfaldan skammt af Pfizer á meðan ég bíð bara eftir að smitast af veirunni knáu. Stokkhólmur er borg óttans á tímum Covid.

Í morgun fór ég á Fabrique, bakarí hinum megin við götuna og keypti croissant fyrir okkur. Það er uppáhaldsmorgunmaturinn minn með cappuccino og helst linsoðnu eggi. Ég hef ekki enn fundið bestu leiðina til að linsjóða egg svo ef þið eruð með solid aðferð má endilega kvitta í gestabók og deila aðferðinni. Annars er ég mikið að vinna með frosin croissant sem maður kaupir út í búð. Þau eru mjög fín líka en þetta er spari.

Bring back the blog.

 

 

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sara í Stokkhólmi. Ævintýrið, hamfarirnar, og það sem er ekkert áhugavert þar á milli.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband