Leita í fréttum mbl.is

It costs a lot of money to look this cheap - Dolly Parton

Það er laugardagur. Föstudagur í gær og allir hressir. Ekki mikill munur á laugardegi og þriðjudegi í mínu lífi í atvinnuleysi í Stokkhólmi yfirleitt..EN laugardagur er alltaf laugardagur og þessi laugardagur var einstaklega næs.

Fotografiska er búið að opna á ný! Safnið hefur verið lokað frá því að við fluttum hingað eins og önnur opinber rými. Nú er hins vegar búið að búa til kerfi sem vonandi leyfir þeim að opna fleiri söfn eða menningarhús aftur. Við pöntuðum slott á netinu og mættum svo galvösk kl.10.45 í morgun.

Við sáum fjórar sýningar og tvær innsetningar. Mjög ólíkar. Fyrsta sýningin var með myndum frá Sarah Moon - frekar dark og harmræn sýning - hún nær að fanga einhverja fegurð í harminum. (ágætis inspó fyrir mig these days). Á sýningu Matthias A Klum voru þrjár landslagsmyndir frá Íslandi. Ásgeir nefndi hvað hann væri svekktur yfir að hafa ekki farið í fleiri göngur á Íslandi svo við ræddum hvernig við getum komið því í laginn. Við rifjuðum upp Fimmvörðuhálsgöngu 2020 og okkur langar að fara aftur í göngu 2021. 

Á Fotografiska er veitingastaður á efstu hæð. Ég fékk mér súpu sem er besta súpa sem ég hef smakkað á ævinni. Við vorum með útsýni yfir Gröna Lund og stefnum líka á að fara þangað í sumar, ef það opnar. Ásgeir ætlar ekki í rólurnar, sem eru hæstu sinnar tegundar í heimi. Hann ætlar hins vegar í rússíbanann. Ég ætla í öll tæki en ekki bollana. Ég æli alltaf. 

Við fengum okkur svo bjór í Birkistan á megahipp stað. Ég elska að búa í stórborg (þó það sé smá erfitt líka að vera nobody stundum og ekki með vinnu og öllum er sama) EN það er svo næs að vera alltaf að uppgötva nýja staði. 

Nú vorum við að klára kvöldmat. Ásgeir gerði pasta Milanesa. Ég vældi yfir því að vera ekki með plan fyrir haustið og, eins og sést á þessari færslu er í smá laugardags - lífs krísu... en svo fékk ég mat og rauðvínsglas og er bara góð á því aftur. Allt betra eftir gott rauðvínsglas. Ég hljóp líka 15 k í morgun og sló eigið met í hraða. Svo það er eitthvað til að vera stolt af.

Ég enda þetta á kvóti úr Dolly Parton bókinni sem ég keypti á Fotografiska
- The way I see it, if you want the rainbow, you gotta put up with the rain!

Setjið Queen Dolly á fóninn og dansið inn í nóttina

xx


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elskida, ferð í gegnum allan skalann á einum degi! Löfe jú

Ragnhildur Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2021 kl. 23:17

2 Smámynd: Hallveig Kristín Eiríksdóttir

Sæl Sara! 

Mikið er gaman að lesa bloggið þitt. Það hljómar eins og það hafi verið ansi gaman hjá ykkur Ásgeiri á safninu, ég fór þangað síðast 2017 og sá einmitt líka landslagsmynd frá Íslandi þá. Þetta er kanski eitthvað þema. Eða klausa, fyrir umsækjendur um sýningarhald á safninu. 

Ég er sammála þér með bollana, það er ekkert gaman að þeim. Ég hefði ekkert á móti því að kíkja í Gröna Lund einn daginn, hver veit nema ég stoppi við á leiðinni heim frá Helsinki í maí? Þá gætum við kanski farið saman, ég, þú, Ásgeir og Birnir. Hafa þeir hist? 

Bestu kveðjur og haltu áfram að skrifa! 

Hallveig Kristín 

Hallveig Kristín Eiríksdóttir, 14.3.2021 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sara í Stokkhólmi. Ævintýrið, hamfarirnar, og það sem er ekkert áhugavert þar á milli.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband