Leita í fréttum mbl.is

Fyrsta Færslan

Sælir kælir

Ég hef ákveðið að byrja með blogg um líf mitt og Ásgeirs Péturs hér í Stokkhólmi. Hugmyndin er innblásin af Hallveigu Kristínu Eiríksdóttur, góðvinkonu minni, sem sjálf heldur upppi ferðablogg um ævintýri hennar og vinnu í Finnlandi. Mæli með að tékka á hennar bloggi fyrir áhugasama, hún lenti í hremmingum og festist í Stokkhólmi.

ANNARS

Fjórði mánuðurinn okkar í Stokkhólmi og allir hressir enn sem komið er. Þriðja bylgjan hafin og allt á blússandi siglingu áfram veginn. Enginn með grímur, fólk sést í faðmlögum og heilsast með handabandi. Ásgeir er kominn með tvöfaldan skammt af Pfizer á meðan ég bíð bara eftir að smitast af veirunni knáu. Stokkhólmur er borg óttans á tímum Covid.

Í morgun fór ég á Fabrique, bakarí hinum megin við götuna og keypti croissant fyrir okkur. Það er uppáhaldsmorgunmaturinn minn með cappuccino og helst linsoðnu eggi. Ég hef ekki enn fundið bestu leiðina til að linsjóða egg svo ef þið eruð með solid aðferð má endilega kvitta í gestabók og deila aðferðinni. Annars er ég mikið að vinna með frosin croissant sem maður kaupir út í búð. Þau eru mjög fín líka en þetta er spari.

Bring back the blog.

 

 

 

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manstu að Bassi sagði 7 mín fyrir hin fullkomnu linsoðnu egg ☺️

ps. þú ert geggjuð

Berglind (IP-tala skráð) 12.3.2021 kl. 09:49

2 identicon

Gaman að fá fréttir frá þér elsku Sigurlaug Sara. Spennandi með linsoðna eggið. Ég hef engin ráð en vona að þú fáir flottar tillögur frá öðrum lesendum. Sjálf byrja ég oftast daginn á kaffi og suðusúkkkulaði. 

Bestu kveðjur,

Sólveig

Sólveig Ásta Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.3.2021 kl. 11:32

3 Smámynd: Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir

Já hann sagði gufusjóða, ég viðurkenni að ég bara kann ekki þá tækni!. Gaman að fá athugasemdir og svo minni ég á gestabók síðar fyrir þá sem munu heimsækja bloggið reglulega. 

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir, 12.3.2021 kl. 12:29

4 identicon

JAAASS. Bring the blog back!

Nanna El. (IP-tala skráð) 12.3.2021 kl. 14:12

5 identicon

Skemmtilegust as ever yndisstelpa ! Söknum þín massa mikið í Mjölni ❤️

Unnur Bryde (IP-tala skráð) 14.3.2021 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir
Sara í Stokkhólmi. Ævintýrið, hamfarirnar, og það sem er ekkert áhugavert þar á milli.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband